Ísland mætir Danmörku á Evrópumóti u-21 árs landsliða í dag. Leikurinn hefst klukkan 13.
Davíð Snorri sendi liðinu skýr skilaboð á liðsfundi fyrir leik dagsins. RÚV fékk innsýn inn í undirbúning landsliðsins fyrir leikinn,
„Við skorum úr föstu leikatriði á morgun. Við hlaupum inn og skorum úr föstu leikatriði á morgun. Hvort sem það er aukaspyrna, hornspyra eða innkast, þá förum við þarna inn í þetta box til að skora. Ekki til að láta Danina taka fyrsta bolta og vera í einhverri baráttu um seinni boltann, skora!“ voru skýr skilaboð Davíðs Snorra, landsliðsþjálfara á liðsfundi landsliðsins í gær, klippa af fundinum birtist á RÚV fyrir leik dagsins.
Ísland tapaði nokkuð sannfærandi á móti Rússum í fyrsta leik mótsins á fimmtudaginn. Danir unnu góðan sigur á Frakklandi og því er við ramman reip að draga í dag.