fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

Segir dómarann hafa „skammast sín“ og beðist afsökunar eftir ránið í Serbíu

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 12:31

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það varð uppi fótur og fit í leik Portúgal og Serbíu í undankeppni HM í gær.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en í uppbótartíma virtist Cristiano Ronaldo hafa skorað sigurmark Portúgal er hann kom boltanum yfir marklínuna.

Varnarmaður Serbíu reyndi að koma í veg fyrir markið og kom boltanum frá og þrátt fyrir að boltinn hafi farið yfir línuna dæmdu dómari leiksins, Danny Makkelie og hans aðstoðarmenn ekki mark.

Ekki er notast við marklínutækni í keppninni og því stóð markið ekki.

Ronaldo reiddist skiljanlega í kjölfarið og lét aðstoðardómarann heyra það.

Fernando Santos, þjálfari Portúgal segir að dómari leiksins hafi komið til sín eftir leik og beðist afsökunar.

„Við skoruðum mark sem stóð ekki þrátt fyrir að boltinn hafi farið yfir marklínuna. Í leik á þessu gæðastigi á þetta ekki að gerast.“

„Dómarinn bað mig afsökunar og sagði mér að hann skammaðist sín fyrir þetta. Hann sagði mér á vellinum rétt eftir að leik lauk að hann ætlaði að skoða upptöku af þessu og ef hann hefði gert mistök þá ætlaði hann að biðja mig afsökunar,“ sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgal við RTP.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Salah segir að Slot hafi látið leikmennina heyra það

Salah segir að Slot hafi látið leikmennina heyra það
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umboðsmaðurinn staðfestir að hann spili áfram með félaginu

Umboðsmaðurinn staðfestir að hann spili áfram með félaginu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nefna sex leikmenn sem ættu að fá tækifæri með landsliðinu – Listinn mjög umdeildur

Nefna sex leikmenn sem ættu að fá tækifæri með landsliðinu – Listinn mjög umdeildur
433Sport
Í gær

Halldór tengir ekki við þessa umræðu – „Ég upplifi það ekki“

Halldór tengir ekki við þessa umræðu – „Ég upplifi það ekki“
433Sport
Í gær

Klárt hver tekur við af Edu hjá Arsenal

Klárt hver tekur við af Edu hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Óvænt spurð út í kynlífið með stórstjörnunni: Dugleg á hverjum degi – ,,Erum með mikið keppnisskap“

Óvænt spurð út í kynlífið með stórstjörnunni: Dugleg á hverjum degi – ,,Erum með mikið keppnisskap“
433Sport
Í gær

England: Watkins tryggði Villa stigin þrjú

England: Watkins tryggði Villa stigin þrjú