Laura Woods íþróttafréttakona í Bretlandi hefur slegið í gegn á skömmum tíma í starfi, hún stýrir vinsælum útvarpsþætti á Talksport og er stór hlekkur í keðju Sky Sports þegar kemur að umfjöllun um ensku úrvalsdeildina.
Woods var kjörinn besti kynnirinn í sjónvarpi þegar íþróttafréttafólk í Bretlandi hélt kjör á dögunum, í karlheimi hefur Woods slegið í gær.
„Við viljum öll jafnrétti en viðbrögðin við konum í sjónvarpi eða útvarpi er ekki eins. Það er ekki bara hvað þú segir, heldur hvernig þú lítur út,“ sagði Woods.
Woods sagði frá öllum ljótu skilaboðunm sem hún fær. „Ég hef fengið ljót skilaboð á Twitter til mín, að ég sé of létt, að ég sé feit. Að ég sé of mikið málið, að ég sé þreytt. Karlmenn fá eitthvað af svona skilaboðum en það fer aldrei í þá átt að þeir viti ekki hvað þeir eru að tala um.“
„Konur geta framkvæmt heilaskurðaðgerðir, þær geta farið til tunglsins en þær geta ekki sagt skoðun sína á fótbolta. Þetta er kjaftæði.“
Ljót skilaboð sem Woods fær ná oft undir skinnið hjá henni. „Ég tek þetta oft inn á mig, ég verð piruð. Ég þarf minn tíma en ég reyni líka að hjálpa öðrum.“