fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Thierry Henry misboðið og hættir á samfélagsmiðlum – Þetta er ástæðan

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 27. mars 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska Arsenal-goðsögnin Thierry Henry hefur tilkynnt að hann muni hætta að nota samfélagsmiðla. Ástæðan er sú að honum finnst miðlarnir ekki vera að taka nægilega hart á rasisma og neteinelti.

Henry tilkynnti ákvörðun sína á eigin samfélagsmiðlum, en þar sagði:

„Frá og með morgundeginum mun ég loka á aðganga mína á samfélagsmiðlum. Það mun ekki breyttast fyrr en fólkið sem stjórna miðlunum ákveða að setja harðara regluverk en nú er til staðar. Það þarf að sýna jafn mikla hörku og í höfundarréttarmálum.“

„Gríðarlegt magn er af rasisma og einelti sem veldur andlegum pyntingum. Ástandið er allt of eitrað til þess að gera ekki neitt. Fólk þarf að gerast ábyrgt gjörða sinna.“

„Það er allt of auðvelt að búa til aðgang og nota hann til að leggja í einelti og áreita án nokkurra afleiðinga, og takast auk þess að fara huldu höfði.“

„Þangað til þetta breytist mun ég loka öllum aðgöngum mínum á samfélagsmiðlum. Ég vona að breytingin eigi sér stað fljótlega.“

Vitað er til þess að margir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi orðið fórnarlömb rasisma á samfélagsmiðlum síðastliðin misseri og gæti vel verið að það hafi áhrif á ákvörðun Henry.

Enska knattspyrnusambandið hefur einnig hvatt til breytinga, en það krafðist þess að notendur þyrftu að auðkenna sig til þess að nota samfélagsmiðla. Það gerðist í kjölfar þess að níð í garð fótboltamanna færðist í aukanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal
433Sport
Í gær

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho
433Sport
Í gær

Ramos líklega á leið til Mexíkó

Ramos líklega á leið til Mexíkó