fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Lögregla tilkynnti par til Barnaverndar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. mars 2021 08:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 19 í gærkvöld stöðvaði lögregla bíl í hverfi 105. Farþegi í framsæti hélt þá á um það bil 7 mánaða gömlu barni í fanginu. Þarna voru foreldrar barnsins  á ferð með barn sitt og sögðu barnið hafa grátið mikið í barnabílstól sínum.  Þá hafði faðirinn sem var farþegi losað barnið úr stólnum og sat með það í fanginu meðan móðirin ók bílnum.  Einnig hafi faðirinn ekki verið með öryggisbelti sitt spennt.  Skýrsla var skrifuð um málið og tilkynning send til Barnaverndar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá því að kl. 23 í gærkvöld var tilkynnt um mann í miðborginni sem var til vandræða og mögulega að skemma bíla. Maðurinn vildi ekki segja til nafns eða segja lögreglu kennitölu sína. Hann var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um mann í Kópavogi sem hafði fallið af reiðhjóli. Maðurinn var með áverka á höfði og blóðugur í andliti og mundi ekki hvað hafði gerst.  Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar.

Klukkan hálftólf í gærkvöld voru höfð afskipti af ungum manni í annarlegu ástandi í hverfi 112. Ungi maðurinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu, sagði ekki til nafns að kröfu lögreglu, hrækti í andlit lögreglumanns og er grunaður um brot á vopnalögum. Haft samband við forráðamann og Barnavernd og var ungi maðurinn síðan vistaður fyrir rannsókn máls  á viðeigandi stofnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Í gær

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt
Fréttir
Í gær

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Í gær

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“