fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Maðurinn sem játað hefur morðið á Armando var í fréttum í fyrra – Virðist vera eftirlýstur í Albaníu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. mars 2021 08:00

Angjelin Sterkaj. Mynd: Fréttablaðið, aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angjelin Sterkaj, 35 ára gamall albanskur maður sem játað hefur morðið á Albananum Armando Bequirai í Rauðagerði, komst í fréttir þann 3. september árið 2020, er hann var bendlaður við hópslagsmál í miðborg Reykjavíkur.

Suðuramerískur maður, búsettur hér til 14 ára, sagðist þá hafa verið þolandi í hrottalegri hópárás sem hafi verið knúin kynþáttahatri. Gerendur í málinu voru sagðir vera Albanar.

Einn þeirra var umræddur Angelin Sterkaj, sem steig fram í viðtali við Fréttablaðið. Þar neitaði hann því að hann og albanskir félagar hans hefðu átt upptökin að slagsmálunum. Í fréttinni segir hann að hinir meintu þolendur hans hefðu mætt á vettvang vopnaðir hnífum og járnkylfum og þeir hefðu ráðist á hann og félaga hans.

Þá segir enn fremur í fréttinni:

„Hann segir að átök milli hópanna tveggja eiga sér langa að­draganda en öll deilu­mál hafi verið leyst fyrir ári síðan. Um síðustu helgi gengu hins vegar tveir aðilar úr hinum hópnum upp að albönskum dyra­verði sem vinnur á Kofanum, slógu hann og sögðu við hann „að hann myndi deyja í kvöld.“

„Eftir það hringir hann í vini sína, vinir hans mæta og hann segir þeim hvað gerðist. Við fórum þangað fimm saman til að ræða við þá sem réðust á hann. Þegar við mætum tökum við fljót­lega eftir því að þeir voru 10 saman og þeir réðust á okkur,“ segir Angjelin.

„Þetta var allt planað, það voru þeir sem voru með hnífa og svo voru ein­hverjar stelpur þarna með pipar­úða,“ segir Angelo og í­trekar að það stóð aldrei til að þeirra hálfu að ráðast á þá. Hann fékk sjálfur pipar­úða í augun og segir það svíða enn.“

Á íslenskan son

Angjelin vísaði jafnframt ásökunum um kynþáttafordóma til föðurhúsanna. Í viðtalinu kom fram að Angjelin á íslenskan son. Í frétt DV í gær kom fram að hann hefur verið í sambúð með konu hér á landi og var um tíma búsettur í miðbænum. Hann sagði í áðurnefndu viðtali við Fréttablaðið:

„Það halda allir að allir Albanar sem eru hér á landi eru bara til vand­ræða. En ég ber virðingu fyrir öllum á þessum landi. Ég á vini frá fjöl­mörgum þjóð­ernum og fullt af ís­lenskum vinum. Ég er hálf ís­lenskur. Hálf fjöl­skyldan mín er ís­lensk og sonur minn er ís­lenskur.“

Sjá einnig: Nafn mannsins sem grunaður er um morðið í Rauðagerði

Virðist vera eftirlýstur í Albaníu

DV hefur fundið gögn sem virðast benda eindregið til þess að Angjelin hafi verið eftirlýstur í Albaníu á síðasta ári og eigi þar óafplánaðan dóm fyrir ofbeldisfullt rán.

Gögnin má sjá hér 

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð