Pierre-Emerick Aubameyang framherji og fyrirliði Arsenal hefur smellt í nýja hárgreiðslu sem hefur vakið verulega athygli.
Aubameyang er launahæsti leikmaður Arsenal en hárgreiðsla hans minnir á greiðsluna sem að tónlistarmaðurinn, Travis Scott skartar alltaf.
Búið er að búa til fjórar fléttur á haus framherjans frá Gabon en framherjinn er staddur í heimalandinu þessa dagana.
Aubameyang hefur verið í sviðsljósinu síðustu vikur en hann var settur út í kuldann á dögunum þegar hann mætti of seint í leik hjá Arsenal.
Framherjinn hefur ekki fundið sitt besta form eftir að hann fékk verulega launahækkun en stuðningsmenn Arsenal vona að ný hárgreiðsla kveikja í gömlum glæðum.