fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Rauðagerðismálið: „Armando var góður gaur. Ég fíla ekki hvernig er talað um hann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. mars 2021 10:15

Armando Bequirai

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn bæði innan og utan undirheima hafa lýst yfir efasemdum um þær fullyrðingar lögreglu að Armando Bequirai, sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði þann 13. febrúar, hafi tengst undirheimum.

Ónafngreindar og óstaðfestar heimildir eru jafnan nokkuð vandmeðfarinn efniviður fyrir blaðamenn. En stundum er ekki hægt að leiðar slíkar raddir hjá sér. Allar götur frá því rannsókn á Rauðagerðismorðinu hófst hafa aðilar sem þekkja (mismikið) til Armandos eða sakborninga í málinu verið í sambandi við fjölmiðla. Er þar bæði um að ræða menn úr undirheimum, menn með tengsl við undirheima og einhverja sem falla í hvorugan hópinn, en þekkja þó til málsaðila. Tiltölulega lítið af þess um upplýsingum hefur ratað í fréttir, eðli þeirra samkvæmt.

Lögregla fullyrti á upplýsingafundi um Rauðagerðismálið í gær að Armando hefði tengst undirheimum. Aðilar sem þekktu til hans, bæði innan og utan undirheima, segja að svo hafi ekki verið.

Margir segja hann einfaldlega hafi verið duglegan og friðsaman mann. Vitað er að í starfi sínu við dyravörslu naut hann vinsælda meðal veitingamanna.

„Armando var góður gaur. Ég fíla ekki hvernig er talað um hann,“ segir ónefndur maður við DV, sem stendur utan undirheima.

Aðrir eigendur öryggis- og dyravörslufyrirtækisins sem Armando starfaði hjá og rak fullyrða einnig að hvorki hann né fyrirtækið hafi tengsl við glæpi.

Með því að greina frá þessu hér er engan veginn verið að draga upplýsingar lögreglunnar í gær í efa. En upplýsingarnar ná skammt og eru óljósar. Menn sem DV hefur rætt við vegna málsins spyrja: Hvað felst í því að tengjast undirheimum? Þær upplýsingar liggja ekki fyrir hvaða tengsl lögreglu telur að Armando hafi haft við undirheima.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“
Fréttir
Í gær

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Í gær

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst