Heiðar Örn Kristjánsson, betur þekktur sem Heiðar í Botnleðju, á von á barni með kærustu sinni, Kollu Haraldsdóttur. DV lék forvitni að vita hvernig parið á saman ef litið er til stjörnumerkjanna.
Heiðar er Meyja og Kolbrún er Steingeit. Bæði deila þau þeim hæfileika að geta átt skýr og heiðarleg samskipti. Samtöl þeirra verða bara betri með tímanum, rétt eins og samband þeirra.
Pörun þessara tveggja stjörnumerkja getur eiginlega ekki klikkað. Kynlífið er töfrandi, ástin er ótrúleg. Þetta verður varla betra. Þegar þau verða ástfangin verða þau helguð hvort öðru. Annað hvort er sambandið alvarlegt og merkingarbært, eða þau geta alveg eins sleppt þessu. Þau veita markmiðum og draumum hvors annars skilning og deila sömu framtíðarsýn.
Fjölskyldan skiptir Meyjuna og Steingeitina miklu máli, en einnig virðing og tryggð. Þetta er par sem verður saman til endaloka.
7. september 1974
Meyja
7. janúar 1981
Steingeit