Stebba Sigurðardóttir eiginkona Birkis Más Sævarssonar, landsliðsmann í knattspyrnu var í smá klípu nú þegar eiginmaðurinn er staddur í verkefni með landsliðinu.
Birkir svaraði ekki í símann í morgun þegar Stebba þurfti að ná í hann, Birkir var þá á æfingu með landsliðinu eftir tapið gegn Þýskalandi í gær.
Íslenska liðið heldur til Armeníu í dag en liðið mætir heimamönnum á sunnudag í undankeppni HM. „Er liðið að ferðast til Armeníu í dag? Næ ekki í Birki. Hann þarf að starta ryksugunni,“ skrifaði Stebba á Twitter en um er að ræða róbot sem hægt er að ræsa úr símanum.
Málið leysist að lokum en Stebba birtir mynd af því þegar skilaboðin fara þeirra á milli, Stella eins og þau kalla ryksuguna vinnur nú sína vinnu og Birkir getur hugsað um fótboltann á meðan.
Er liðið að ferðast til Armeníu í dag? Næ ekki í @BirkirSaevars Hann þarf að starta ryksugunni😳📱
— Stebba Sigurðardótti (@StebbaSig) March 26, 2021