Gylfi Þór Sigurðsson var í fullu fjöri á æfingu Everton í gær, þessi besti landsliðsmaður sögunnar gat ekki tekið þátt í verkefni íslenska landsliðsins gegn Þýskalandi í gær.
Gylfi og eiginkona hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni á næstu vikum. Sökum þess ákvað Gylfa að draga sig út úr landsliðinu til að vera fullviss um að vera viðstaddur fæðinguna.
Gylfi hefur verið í góðu formi með Everton á þessu tímabili en hann og fleiri leikmenn liðsins sem eru ekki í landsliðsverkefnum tóku á því á æfingu í gær, James Rodriguez var einnig mættur aftur eftir meiðsli.
Ísland tapaði 3-0 gegn Þýskalandi í gær en ljóst var að liðið saknaði Gylfa Þórs, fram undan eru leikir við Armeníu og Liechtenstein sem Gylfi missir einnig af.
Mynd af Gylfa á æfingu er hér að neðan.