fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Dæmdur fyrir ólögleg viðskipti – Var með sundlaug fulla af hákörlum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joshua Seguine, sem býr í New York, var nýlega dæmdur til að greiða 5.000 dollara í sekt fyrir að hafa verið með sundlaugina við heimili sitt fulla af hákörlum, fiskum, skeldýrum og kröbbum. Það voru hákarlarnir sem urðu honum að falli en þeir eru friðaðir í New York.

Samkvæmt frétt TMZ játaði Seguine að hafa ætlað að selja dýrin. Lögreglunni hefur verið kunnugt um þessa iðju hans síðan 2017 en þá var hann kærður fyrir að aka án þess að vera með ökuskírteini meðferðis. Í bíl hans fann lögreglan fimm litla hákarla í stórum tönkum í farangursrýminu. Hann viðurkenndi að vera á leið með þá til kaupanda og sagðist jafnframt vera með garð fullan af hákörlum.

Lögreglan gerði þá leit heima hjá honum og fann sjö lifandi hákarla í sundlauginni. Að auki fundust þrír dauðir hákarlar.

Þetta virðist ekki hafa haft mikil áhrif á hann og ekki verður betur séð en að hann hafi haldið uppteknum hætti áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“