Samkvæmt frétt TMZ játaði Seguine að hafa ætlað að selja dýrin. Lögreglunni hefur verið kunnugt um þessa iðju hans síðan 2017 en þá var hann kærður fyrir að aka án þess að vera með ökuskírteini meðferðis. Í bíl hans fann lögreglan fimm litla hákarla í stórum tönkum í farangursrýminu. Hann viðurkenndi að vera á leið með þá til kaupanda og sagðist jafnframt vera með garð fullan af hákörlum.
Lögreglan gerði þá leit heima hjá honum og fann sjö lifandi hákarla í sundlauginni. Að auki fundust þrír dauðir hákarlar.
Þetta virðist ekki hafa haft mikil áhrif á hann og ekki verður betur séð en að hann hafi haldið uppteknum hætti áfram.