Audi er í eigu Volkswagen Group sem er einn þekktasti bílaframleiðandi heims en fyrirtækið á einnig Audi, Skoda og Porsche. Audi hefur verið þekkt merki hvað varðar stórar og aflmiklar vélar. Það kom því mörgum á óvart þegar Markus Duesmann, forstjóri Audi, sagði í viðtali við Frankfurter Allgeimene Zeitung, að Audi þrói ekki lengur nýja brunahreyfla en muni laga núverandi bílvélar að gildandi mengunarreglum.
Hann vildi ekki nefna ákveðna dagsetningu hvað varðar að Audi hætti algjörlega að selja bíla með brunahreyflum og sagði það velta á viðskiptavinunum.
Rúmlega 90% þeirra bíla sem Audi selur núna eru með brunahreyflum en fyrirtækið er sannfært um að framtíðin sé fólgin í rafmagnshreyflum.