Nokkrir leikir fóru fram í undankeppni HM í kvöld. Hér verður farið yfir helstu úrslit kvöldsins.
Zlatan Ibrahimovic sneri aftur í sænska landsliðið í kvöld þegar það tók á móti Georgíu í B-riðli á Friends Arena í Svíþjóð. Leiknum lauk með 1-0 sigri Svíþjóðar en eina mark leiksins kom á 35. mínútu, það skoraði Viktor Claesson eftir stoðsendingu frá Zlatan.
Í sama riðli gerðu Spánverjar 1-1 jafntefli við Grikki á heimavelli.
Englendingar unnu 5-0 stórsigur á San Marínó í I-riðli. Dominic Calvert-Lewin skoraði tvö af mörkum Englendinga en einnig skoruðu James Ward-Prowse, Raheem Sterling og Ollie Watkins.
Það fór ekki framhjá neinum að Ísland tapaði gegn Þýskalandi í kvöld.Tveir aðrir leikir fóru fram í riðli Íslands í kvöld. Armenía vann 1-0 sigur á Liechtenstein og Rúmenía bar 3-2 sigur úr býtum gegn Makedóníu.