Mikael Neville Anderson, kom inn sem varamaður í íslenska u-21 árs landsliðinu í 4-1 tapi gegn Rússum í kvöld.
Fyrr í dag birtist frétt á fotbolti.net þess efnis að Mikael væri að glíma við nárameiðslu sem væru þess valdandi að hann gat ekki byrjað í leik kvöldsins.
Mikael sjálfur, svaraði orðrómnum sem fjallað var um í þessari tilteknu frétt á samfélagsmiðlum eftir leik Íslands og Rússlands í kvöld og sagði þetta vera falsfrétt.
Fake news. https://t.co/86m0EQHVpT
— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) March 25, 2021