fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Dion Acoff til Grindavíkur

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 18:11

Mynd: Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dion Acoff, hefur samið um að leika með Grindavík á komandi tímabili og mun verða liðinu innan handar í Lengjudeildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur sem birtist á Facebook.

Dion var síðast á mála hjá Þrótti Reykjavík en komst ekki á skrið með liðinu sökum meiðsla.

Hann hefur þó mikla reynslu af íslenskri knattspyrnu með Þrótti Reykjavík og Val, hann á til að mynda að baki 52 leiki í efstu deild og 29 leiki í 1. deild.

Samningur Dions við Grindavík gildir út komandi leiktíð.

„Ég er afar glaður með að endurnýja kynni mín af Dion Acoff sem ég vann með í Val,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.

„Dion færir okkar liði gríðarlegan hraða sem mun hjálpa okkur í sumar. Hann er vinnusamur og ekki síst frábær atvinnumaður. Hann er mikill sigurvegari sem er mikilvægur eiginleiki og á eftir að passa vel inn í verkefnið hérna í Grindavík í sumar,“ sagði Sigurbjörn.

Dion Acoff gengur til liðs við Grindavík

Grindavík hefur samið við bandaríska vængmanninn Dion Jeremy Acoff um að leika…

Posted by Knattspyrnudeild Grindavíkur UMFG on Thursday, March 25, 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dorgu staðfestur hjá United

Dorgu staðfestur hjá United
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

„Ef hann kemur heim núna er hann svolítið að gefa þetta upp á bátinn“

„Ef hann kemur heim núna er hann svolítið að gefa þetta upp á bátinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að ‘rasshausinn’ hafi skemmt fyrir goðsögninni – ,,Er það ekki augljóst?“

Segir að ‘rasshausinn’ hafi skemmt fyrir goðsögninni – ,,Er það ekki augljóst?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina
433Sport
Í gær

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?
433Sport
Í gær

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag