Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðsins hefur valið sitt fyrsta byrjunarlið á Evrópumótinu hjá U21 árs landsliðum.
Ísak Bergmann Jóhannesson er á kantinum í leiknum en Mikael Neville Anderson er á bekknum, margir áttu von á því að hann myndi byrja.
Ísland mætir Rússlandi í fyrsta leik en að auki eru Frakkland og Danmörk í liðinu.
Stefán Teitur Þórðarson er á miðsvæðinu en þar eru einnig Willum Willumsson og Alex Þór Hauksson.
Byrjunarliðið er hér að neðan.