fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Knattspyrnulið geta æft með þessum takmörkunum – Allt mótahald sett á ís

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 17:00

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest með erindi til aðildarfélaga að öllum leikjum Lengjubikarsins og Reykjavíkurmóta/Faxaflóamóta yngri flokka hafi verið frestað um óákveðinn tíma, vegna þeirra samkomutakmarkana sem settar hafa verið af heilbrigðisyfirvöldum og gilda til 15. apríl. Keppni í knattspyrnu er óheimil meðan á þessum samkomutakmörkunum stendur. Í erindi mótanefndar til félaga segir jafnfram að framhald Lengjubikarsins 2021 verði metið á næstu dögum, en ljóst er að staða mála mun hafa áhrif á upphaf sumarmóta – Mjólkurbikar karla átti t.a.m. að hefjast 8. apríl næstkomandi. Mótanefnd KSÍ metur nú stöðuna sem upp er komin og verða frekari upplýsingar sendur út síðar.

Æfingar félaga
Á fundi ÍSÍ og sérsambanda fyrr í dag, fimmtudag, kom fram að miðað við reglugerð heilbrigðisráðherra eru æfingar heimilar svo fremi sem ákvæði um nándarmörk (2m), hámarksfjölda (hámark 10 í hverju sótthólfi) og um engan sameiginlegan búnað/snertifleti séu virt.

Rétt er að árétta að miðað við svör ráðuneytisins er bolti sameiginlegur búnaður og því er ekki heimilt að nota sameiginlegan bolta m.v. núverandi stöðu. Styrktarþjálfun í eigin sal er heimil ef þau ákvæði sem hér eru nefnd að framan eru virt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Cunha framlengir við Wolves

Cunha framlengir við Wolves
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi
433Sport
Í gær

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum
433Sport
Í gær

Eru að landa Marcus Rashford

Eru að landa Marcus Rashford
433Sport
Í gær

Guy Smit skrifar undir fyrir vestan

Guy Smit skrifar undir fyrir vestan