Manchester United er að fara bjóða Ole Gunnar Solskjær stjóra félagsins nýjan samning, búist er við að hann skrifi undir á næstunni.
Solskjær á rúmt ár eftir af samningi sínum en forráðamenn félagsins vilja framlengja samning hans til ársins 2024.
Solskjær þénar 7,5 milljón punda í laun á ári í dag en hann hækkar all hressilega á nýjum samningi, þannig segja ensk blöð að Solskjær muni á nýjum samningi þéna 10 milljónir punda á ári.
Um er að ræða launahækkun sem gefur Solskjær 430 milljónum meira í árslaun, mun hann nú þéna 1,7 milljarð á ári.
Forráðamenn United hafa engar áhyggjur af því að Solskjær hafi ekki enn unnið bikar og telja hann á réttri leið með liðið.