Margir stuðningsmenn Liverpool eiga erfitt með að skilja af hverju Sadio Mane leikmaður félagsins ákvað að birta mynd af sér með leikmanni sem flestir stuðningsmenn Liverpool hreinlega hata.
Mane birti í vikunni mynd af sér með El-Hadji Diouf sem lék með Liverpool en hann hefur talað niður til félagsins og Steven Gerrard í mörg ár.
Mane og El-Hadji Diouf eru báðir frá Senegal en þeir voru að taka saman á því í ræktinni. Diouf kom til Liverpool eftir HM 2002, hann átti að slá í gegn og skoraði aðeins sex mörk í 79 leikjum.
Gerrard vantaði Diouf ekki kveðjurnar í ævisögu sinni og sagði hann eigingjarnan leikmann. „Gerrard var afbrýðisamur, ég var að meika það. Það er ekki til eigingjarnari leikmaður en Gerrard,“ sagði Diouf.
„Gerrard vill frekar skora og tapa frekar en að Liverpool vinni.“
Margir stuðningsmenn Liverpool hafa látið Mane heyra það eins og sjá má á Instagram færslu hans.
View this post on Instagram