Martin Odegaard sem er á láni hjá Arsenal ætlar sér að snúa aftur til Real Madrid í sumar, hann telur sig eiga óklárað verk hjá félaginu og vill slá í gegn á Spáni.
Odegaard hefur átt frábæra innkomu hjá Arsenal og hafa stuðningsmenn félagsins látið sig dreyma um að félagið geti keypt hann í sumar.
Marca fjallar um málið og segir að engar einustu líkur séu á því að forráðamenn Real Madrid vilji selja hann. Félagið telur enn að norski miðjumaðurinn slái í gegn á Santiago Bernabeu.
Odegaard er 22 ára gamall en hann hefur verið í herbúðum Real Madrid í sjö ár, hann hefur ekki enn náð að festa sig í sessi en hefur sýnt góða spretti.
Odegaard var undrabarn í fótbolta og vildu öll stærstu félög heims fá þennan þá 15 ára strák frá Noregi en Real Madrid klófesti hann.