Nicky Butt lét af störfum hjá Manchester United í gær en hann hefur um langt skeið starfað í kringum unglingastarf félagsins.
Butt átti farsælan feril sem leikmaður en hann lék lengi vel með United og síðar Newcastle.
Nú þegar hann hefur látið af störfum hjá United er hann með tvö ansi spennandi tilboð á borði sínu. Þannig vill Wayne Rooney stjóri Derby fá hann til starfa.
Rooney er á sínu fyrsta ári í starfi og hefur miklar mætar á Butt sem þjálfara, Butt vill sjálfur fara að starfa í kringum aðallið.
Þá vill David Beckham fá Butt til Miami, Phil Neville góður vinur þeirra beggja var ráðinn til starfa sem þjálfara liðsins á dögunum.
Það heillar marga að flytja til Miami og starfa við fótbolta þar en Inter Miami ætlar sér stóra hluti í MLS deildinni.