fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Telja að COVID-19 valdi heyrnartapi, suði fyrir eyrum og svima

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 07:00

COVID-19. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja að tæplega 15% þeirra sem veikjast af COVID-19 glími við suð fyrir eyrum, svima og jafnvel heyrnartap í kjölfarið. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsakendurnir, sem eru frá The University of Manchester og Manchester Biomedical Research Centre, telji að 7,6% sjúklinganna tapi heyrn, 14,8 glími við suð í eyrum og 7,2% við svima. Rannsóknin er byggð á gögnum úr 24 öðrum rannsóknum.

Kórónuveiran hefur áhrif á hluta forgarðsbúnaðarins í eyrunum sem stýrir jafnvægi og augnhreyfingum.

Sky News hefur eftir Kevin Munro, prófessor, að ef rétt reynist að á mili 7% og 15% sjúklinga glími við þessi einkenni verði að taka það mjög alvarlega.

Ekki er vitað af hverju COVID-19 veldur þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu