fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Norður-Kórea skaut tveimur eldflaugum í átt að Japan í gær

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 05:49

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Her Norður-Kóreu skaut tveimur eldflaugum í átt að Japan í gær. Búist hafði verið við þessu vopnabrölti því venjan er að Norður-Kórea geri tilraunir með eldflaugar eða önnur vopn í tengslum við valdaskipti í Bandaríkjunum.

Japönsk stjórnvöld segja að önnur eldflaugin hafi flogið um 450 kílómetra áður en hún hrapaði í sjóinn utan við japönsku efnahagslögsöguna. Þetta virðist því hafa verið skammdræg eldflaug.

Yoshihide Suga, forsætisráðherra, sagði á fréttamannafundi að þetta hefði verið fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu í tæplega eitt ár og að eldflaugaskotið ógni friði og stöðugleika á svæðinu og brjóti auk þess gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna.

Talsmenn suður-kóreska hersins skýrðu frá því í gær að grannarnir í norðri hefðu skotið tveimur eldflaugum á loft. Ekki hafa borist fregnir af hvar hin lenti.

Það er kannski engin tilviljun að eldflaugunum var skotið á loft í gær því þá hófst ferðalag ólympíukyndilsins til Tókýó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin