Andrés Escobar, er að ganga til liðs við Leikni Reykjavík sem leikur í Pepsi-Max deild karla á næsta tímabili.
Escobar gerir sex mánaða samning við Leikni.
Andres er 29 ára gamall, fæddur 1991 og spilar sem vinstri kantmaður samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt.
Andrés hefur komið víða við á sínum ferli, hann á að baki leik með úkraínska liðinu Dynamo Kyiv og hefur einnig verið á mála hjá liðum á borð við FC Dallas og Atlético Nacional.
Það er blaðamaðurinn Guillermo Arango, sem greindi frá þessum tíðindum á samfélagsmiðlinum Twitter nú í kvöld.
Andrés „Manga“ Escobar (29 años) jugará en el fútbol de Islandia 🇮🇸. Llega al Leiknir Reyjkjavik @LeiknirRvkFC pic.twitter.com/9v3k0EJcyk
— Guillermo Arango (@guilloarango) March 24, 2021
🇨🇴 ✈️ 🇮🇸 #StoltBreiðholts pic.twitter.com/RK10j3TFUk
— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) March 24, 2021