fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Segir „algjörlega galið“ að fara fram á tvo sigra úr næstu þremur leikjum Íslands

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, var gestur í sjónvarpsþætti 433.is sem sýndur var á Hringbraut í gær.

Benedikt ræddi þar við Hörð Snævar Jónsson, ritstjóra 433.is, um komandi landsleikjatörn hjá íslenska karlalandsliðinu sem hefur leik í undankeppni HM á morgun gegn Þýskalandi ytra.

Íslenska landsliðið varð fyrir áfalli rétt áður en að hópurinn kom saman en besti leikmaður Íslands undanfarin ár, Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, dró sig úr landsliðshópnum. Ástæðan er sú að hann og eiginkona hans, Alexandra, eiga von á sínu fyrsta barni á næstunni.

Benedikt telur að þjálfarateymi íslenska landsliðsins hlyti að hafa búist við þessari ákvörðun Gylfa.

„Þetta getur ekki hafa komið Arnari alveg á óvart, miðað við fréttir sem maður lesið og skrifað sjálfur þá er Alexandra ólétt og á að eiga um miðjan apríl. Þetta var alveg líkleg staða. Ég skil Gylfa vel, ég hefði ekki viljað missa af fæðingu dætra minna.“

Gylfi Þór og Alexandra Helga eiginkona hans / GettyImages

Ljóst er að höggið fyrir íslenska landsliðið með fjarveru Gylfa, sé mikið.

„Gylfi er okkar besti leikmaður, hann er okkar alfa og omega, auðvitað er þetta hræðilegt (að vera ekki með hann í landsliðshópnum). Maður hefur séð og heyrt að nú þurfi aðrir að stíga upp en ég velti því fyrir mér hver á að koma í staðin.“

Framundan eru þrír útileikir hjá íslenska landsliðinu í þessu landsleikjahléi gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Benedikt segir að sex stig af mögulegum níu úr þessum þremur leikjum væru ásættanleg.

Benedikt myndi sætta sig við fjögur stig úr þessum þremur leikjum og segir það jafnframt galið að vera fara fram á tvo sigra úr leikjunum þremur.

„Það er náttúrulega algjörlega galið að fara fram á sex stig. Að baki er samt náttúrulega áratugur af velgengni þannig ég get sýnt þessu sjónarmiði skilning.“

„Auðvitað gerir maður kröfu á sex stig, sjö stig væru stórkostleg þá yrði þjóðhátíð. Fjögur stig úr þessum leikjum væri allt í lagi. Ég vona bara að þetta muni spilast þannig að eftir þessa þrjá leiki verði mótið ekki bara búið fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Benedikt Bóas, blaðamaður á Fréttablaðinu í sjónvarpsþætti 433.is.

Viðtalið við Benedikt og þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sett met í ensku úrvalsdeildinni – Fljótasta mark í sögu heimaliðs

Sett met í ensku úrvalsdeildinni – Fljótasta mark í sögu heimaliðs
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dorgu staðfestur hjá United

Dorgu staðfestur hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur
433Sport
Í gær

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall
433Sport
Í gær

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal
433Sport
Í gær

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?