fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Árni lýsti því hvernig Sara Björk hjálpaði honum í gegnum erfiða tíma – „Ég er ótrúlega heppinn með konu“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 19:00

Sara Björk. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Vilhjálmsson var gestur í þættinum 433.is sem sýndur var á Hringbraut í gær. Í þættinum talaði Árni meðal annars um erfiðan tíma á sínum knattspyrnuferli.

Árni samdi nýverið við Breiðablik eftir að hafa verið án félags síðan í september á síðasta ári en hann var síðast á mála hjá úkraínska liðinu Kolos Kovalivka. Árni hefur þó haldið sér vel við og viðurkennir að kærasta sín, Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon, landsliðsfyrirliði og íþróttamaður ársins 2020, hafi hjálpað sér mikið.

„Ég er búinn að vera í toppþjálfun síðan þá í Frakklandi. Ég hef verið með góðan einkaþjálfara þar, fótboltaþjálfara. Svo er maður dálítið bilaður sjálfur, ég er æfingasjúkur og það er ennþá betra að eiga konu sem er æfingasjúk líka. Hún hefur hjálpað mér að halda mér á tánum og að hafa hausinn í lagi, komið með mér út á völl þegar þess þarf.“

Árni Vilhjálmsson

Árni hefur verið atvinnumaður í knattspyrnu undanfarin ár og viðurkennir að það hafi tekið á þegar að hann var allt í einu án félagsins og þurfti að æfa sjálfur í marga mánuði til að halda sér í standi.

„Það sem tók mest á var það sem tók við þegar ég hafði lokið æfingu dagsins, var kominn heim og búinn að borða hádegismatinn. Maður býr sér til rútínu og einhverja stefnu í hausnum, þegar maður er búinn að gera það og trúir sjálfur á stefnuna, þá er þetta ekkert það flókið. Þú ert bara á þinni vegferð.“

Árni hugsaði aldrei um að gefast upp og í gegnum þennan tíma þar sem hann var án félags skipti það miklu máli að geta reitt sig á Söru Björk.

„Hefði ég farið að gefast upp þá hefði þetta verið erfitt. Ég er ótrúlega heppinn með konu sem ber mann áfram líka. Ég fékk stuðning alltaf þegar á þurfti.“

„Ég er með besta íþróttamann á Íslandi mér við hlið og hvað þá manneskju sem er í sama atvinnugeira og ég. Við erum skilningsrík gagnvart hvort öðru í þessum málum, það hjálpar mikið til.“

Viðtalið við Árna Vilhjálmsson, leikmann Breiðabliks og þátt 433.is .frá því gærkvöldi má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir að hann vilji komast á sitt síðasta HM – Tilbúinn að spila allar stöður

Staðfestir að hann vilji komast á sitt síðasta HM – Tilbúinn að spila allar stöður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“
433Sport
Í gær

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“
433Sport
Í gær

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi
433Sport
Í gær

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum