Paul Ince fyrrum leikmaður Manchester United ráðleggur sínu gamla félagi að skoða það alvarlega að semja við Kun Aguero framherja Manchester City. Aguero er líklega á förum frá City en samningur hans er á enda í sumar.
Ince segir að Aguero myndi styrkja United mikið en framherjinn frá Argentínu hefur mikið verið meiddur á þessu tímabili.
Ince segir að Aguero sem er 32 ára gamall myndi styrkja United og að hann gæti komið inn með svipaða hluti og Eric Cantona gerði á árum áður.
„Það er ekki eins og Harry Kane eða Erling Haaland sé eina svarið fyrir Manchester United,“ sagði Ince.
„Kun Aguero gæti verið að fara frá City, af hverju lætur United ekki til skara skríða þar? Ef hann vill vera áfram á Englandi og hann býr í Manchester, það væri ekki slæmur staður fyrir United að fá Aguero.“
„Þetta gæti gerst, hver veit? Þú verður að skoða öll svona mál ef þú ert Manchester United.“