Hagnaður var á rekstri knattspyrnudeildar FH en um er að ræða 2,4 milljóna króna hagnað. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.
Skammtímaskuldir knattspyrnudeildar FH eru hins vegar 110 milljónir króna. Yfirdráttur á tékkareikningum er þannig rúmar 13 milljónir, knattspyrnudeild FH skuldar Landsbankanum tæpar 19 milljónir og viðskiptaskuldir eru rúmar 66 milljónir.
Meira:
Góður hagnaður í Kópavogi á síðasta ári – 16 ára drengur skilaði tugmilljónum í kassann
Í ársreikningi FH kemur fram að óráðstafað eigið fé sé um 23 milljónir.
Tekjur af rekstri meistaraflokka félagsins voru 316 milljónir á síðasta ári, laun og verktakagreiðslur voru rúmar 140 milljónir. Undir liðnum annar rekstrarkostnaður er 160 milljónir í kostnað.
FH metur leikmenn sem félagið átti í árslok á rúmar 10 milljónir en fram kemur að félagið hafi keypt leikmenn fyrir 6,9 milljónir.
Meira:
Tugmilljóna tap á Hlíðarenda en eiga um 100 milljónir í eigið fé