Antonio Cassano fyrrum landsliðsmaður Ítalíu hjólar í Cristiano Ronaldo og segir hann eigingjarnan, Cassano segir að það sé erfitt fyrir Andrea Pirlo að breyta hlutum hjá Juventus vegna Ronaldo.
Ronaldo og félagar í Juventus eru í klípu og eru sögur á kreiki um að félagið reyni að losna við Ronaldo í sumar.
„Ef þú selur Cristiano Ronaldo þá losar þú þig við um 100 milljónir evra sem er hægt að nota í aðra leikmenn,“ sagði Cassano.
„Það er ekki hægt að vera með nýjan þjálfara sem vill spila sinn fótbolta og hafa Cristiano Ronaldo. Hann er bremsa á Andrea Pirlo.“
„Cristiano hugsar aðeins um sjálfan sig og sín met. Forseti félagsins vill fara nýja vegferð en þú getur ekki látið nýliða í þjálfun fá einhvern eins og Cristiano.“
Cassano segir að það sé vandamál fyrir alla að hafa Ronaldo og það hafi verið þannig. „Juventus losaði sig við Massimo Allegri sem hafði í mörg ár gert frábæra hluti. Hans stóra vandamál var Cristiano Ronaldo.“
„Ronaldo var vandamál fyrir Maurizio Sarri og er það fyrir Andrea Pirlo.“