Hálstak Harry Maguire fyrr á þessu tímabili er notað í kennslu og umræðum um VAR tæknina í ensku úrvalsdeildinni.
Enska úrvalsdeildin reynir allt til þess að bæta VAR tæknina svo að almenn sátt náist um hana. Tæknin á að aðstoða dómara við augljós mistök þeirra.
Tæknin hefur hins vegar hikstað all hressilega og ekki virkað eins og vonir stóðu til um, smáatriði sem engu máli skipta hafa verið í forgrunni.
VAR tæknin er nú í notkun annað tímabil í röð en deildin hefur fundað með þjálfurum og leikmönnum síðustu vikur.
Eitt atvik sem notað er sem dæmi um vond vinnubrögð VAR er þegar Harry Maguire tók Cesar Azpilicueta leikmann Chelsea hálstaki í vetur.
VAR tæknin dæmdi ekki vítaspyrnu á þetta þrátt fyrir að það hafi verið nokkuð augljóst að Maguire hafi brotið á leikmanni Chelsea.