A landslið karla er komið til Düsseldorf í Þýskalandi og undirbúningur fyrir 500. leik liðsins frá upphafi er kominn á fullt, leik gegn Þjóðverjum í undankeppni HM 2022 á fimmtudag. Sama dag mætast hin liðin í riðlinum, annars vegar Liechtenstein og Armenía, hins vegar Rúmenía og Norður-Makedónía. Íslenska liðið æfði í gær og í dag og framundan eru æfingar og fundahöld undir stjórn nýs þjálfarateymis.
Leikurinn á fimmtudag fer fram á Schauinsland-Reisen Arena í Duisburg.
Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari liðsins virðist hafa tekið þátt í æfingu liðsins. Eiður Smári líkt og Arnar Þór Viðarsson eru að fara inn í sitt fyrsta verkefni liðsins.
Ögn meiri reynsla er í öðrum aðstoðarmanni, Lars Lagerback sem er mættur aftur en hann stýrði liðinu frá 2011 til 2016 en er nú aðstoðarmaður Arnars.
KSÍ birti skemmtilega mynd af Eiði Smára á æfingu liðsins í Þýskalandi í dag. „Eiður við vitum að þú ert enn með töfrana en núna ertu í þjálfaraliðinu,“ skrifaði sambandið á Twitter.
Færsluna má sjá hér að neðan
Yes,@Eidur22Official, we know you still got the magic, but you´re on the coaching staff now … 😉 pic.twitter.com/hAJiAQB0MN
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021