fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Björn Ingi gagnrýnir Svandísi harðlega vegna stöðunnar í bólusetningum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 19:26

Björn Ingi Hrafnsson hjá Viljanum. mynd/skjáskot RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef bent á að sú ótrúlega staða sé uppi að íslenski heilbrigðisráðherrann Svandís Svavarsdóttir sé líklega sá evrópski stjórnmálamaður sem ákafast stendur vörð um bólusetningaráætlun Evrópusambandsins, jafnvel þegar flestir kollegar hennar innan aðildarlandanna eru löngu lagðir á flótta og búnir að lýsa áætluninni sem allsherjar klúðri og hneyksli. Og við erum ekki einu sinni í Evrópusambandinu!“ segir Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður í nýjum pistli á Viljanum.

Hann er ekki fyrstur til að benda á þá staðreynd að bólusetningar gegn Covid-19 ganga afar hægt hér á landi, sem og alls staðar þar sem ríki hafa takmarkað svigrúm sitt til öflunar bóluefna við bólusetningaráætlun Evrópusambandsins. „Nei, það gengur ekki vel að bólusetja,“ er yfirskrift pistilsins og Björn Ingi kallar eftir háværari umræðu um vandann:

„Hvers vegna er ekki umræða á Alþingi um þetta? Hvers vegna treystum við í einu á öllu á áætlun Evrópusambandsins, sem allir eru sammála um að hafi brugðist? Af hverju tökum við ekki líka til eigin ráða? Af hverju undirgengumst við samkomulag um að mega ekki sjálf útvega okkur meira bóluefni frá þeim framleiðendum sem ESB hafði samið við? Hvernig fór það saman við íslenska hagsmuni?“

Á meðan sjálfir Þjóðverjar, stærsta ríki ESB, sé að semja við Rússa um bóluefnakaup haldi Íslendingar sig enn fast við bóluefnaáætlun ESB, áætlun sem aðildarríki ESB séu sjálf búin að missa trúna á.

Pistillinn er töluvert langur og hvetjum við áhugasama til að lesa hann í heild en í lokin segir Björn Ingi:

„Ég veit til þess að forkólfar í íslensku atvinnulífi, menn með mikil alþjóðleg tengsl í lyfjafyrirtæki, hafa undanfarna mánuði reynt að hjálpa til og aðstoða við öflun bóluefnis. Sú aðstoð hefur kurteislega verið afþökkuð, því málin séu í réttum farvegi. Svandís Svavarsdóttir sagði enda á Alþingi nýverið að bólusetning gengi vel. Það er bara ekki rétt. Hún gengur allt of hægt og gangurinn er langt undir áætlunum sem stjórnvöld hafa sjálf birt.“

Sjá pistil Björns Inga

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“