David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi eigandi Inter Miami, telur að Ole Gunnar Solskjær, hafi unnið ‘ótrúlegt starf’ hjá Manchester United.
Beckham segist hafa tekið eftir gagnrýninni sem Solskjær hefur þurft að sitja undir en hann hefur engar áhyggjur af knattspyrnustjóranum.
„Ole hefur verið það lengi í knattspyrnuheiminum að hann getur tekið hvaða gagnrýni sem er. Hann er þögull og einbeitir sér að sínu starfi og ég tel að hann hafi unnið ótrúlegt starf hjá Manchester United,“ sagði David Beckham.
Manchester United situr í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.
„Úrslitin eru farin að sýna það (að hann hafi unnið ótrúlegt starf) og vonandi heldur það þannig áfram vegna þess að stuðningsmennirnir elska Ole, við elskum öll Ole og viljum að honum vegni vel,“ sagði Beckham í viðtali við ESPN