Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley og íslenska landsliðsins hefur ekki tekið þátt í fyrstu tveimur æfingum íslenska liðsins í Þýskalandi. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.
Íslenska liðið varð fyrir blóðtöku á sunnudag þegar greint var frá því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði ekki með í verkefninu. Áður var ljóst að Alfreð Finnbogason yrði fjarverandi.
Í frétt Fótbolta.net segir að Jóhann hafi æft með sjúkraþjálfara liðsins í gær og í dag, vonir standa þó til um að hann geti tekið þátt í leiknum gegn Þýskalandi.
Íslenska liðið mætir Þýskalandi á fimmtudag í undankeppni HM, liðið mætir svo Armeníu á sunnudag og Liechtenstein á miðvikudag í næstu viku.