Sjónvarpsþáttur 433 verður á dagskrá klukkan 20:30 á Hringbraut í kvöld en á sama tíma birtist þátturinn á vefnum.
Árni Vilhjálmsson sem gekk í raðir Breiðabliks um helgina mætir í þáttinn og ræðir um markmið sín fyrir sumarið. Árni sem er 26 ára hefur verið í atvinnumennsku í sex ár.
„Ég á eftir eitt óklárað verkefni í mínu lífi, það er að gera allt sem ég get til þess að uppeldisklúbbur minn vinni þennan titil aftur. Það er kjörið tækifæri núna, ég er í toppstandi og á besta aldri.,“ segir Árni meðal annars.
Í seinni hluta þáttarins kemur Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu og skoðar komandi verkefni íslenska landsliðsins.
Viðar Örn Kjartansson framherji Vålerenga í Noregi verður svo í viðtali en hann var nokkuð óvænt ekki í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar.