fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Segir að miklu fleiri fljúgandi furðuhlutir hafi sést en skýrt hefur verið frá

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Ratcliffe, sem var yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna í stjórn Donald Trump, segir að flugmenn hjá flughernum og gervihnettir hafi séð „miklu fleiri“ fljúgandi furðuhluti en skýrt hefur verið frá opinberlega.

Þetta sagði hann í viðtali við Fox News í tilefni af því að fljótlega verður birt skýrsla stjórnvalda um „óþekkt fyrirbæri í lofti“. Ratcliffe sagði að í skýrslunni verði skýrt frá slíkum atburðum um allan heim, atburðum sem ekki hefur verið skýrt frá opinberlega áður. „Í hreinskilni sagt þá hafa miklu fleiri svona mál komið upp en skýrt hefur verið frá,“ sagði hann.

Hann sagði að búið væri að aflétta leynd yfir sumum þessara mála og að þegar rætt sé um mál af þessu tagi þá séu það hlutir sem flugmenn hersins hafa séð eða hafa sést á gervihnattarmyndum. Það sé erfitt að útskýra sumar hreyfingar þessara hluta og erfitt eða útilokað sé að herma eftir þeim því við búum ekki yfir tækni til þess. Hann sagði einnig að sumir þessara hluta hafi flogið á meiri hraða en hljóðið en samt sem áður hafi ekki heyrst tilheyrandi hljóð þegar hljóðmúrinn var rofinn.

Skjáskot úr myndbandi frá Bandaríkjahers af óþekktum fljúgandi hlut.

Birta verður skýrsluna á næstu vikum, eða í síðasta lagi í byrjun júní. Ákvæði um þetta var sett inn í frumvarp um aðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem Trump skrifaði undir áður en hann lét af embætti.

Skýrslan verður gefin út af varnarmálaráðuneytinu og leyniþjónustustofnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin