fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Segir ESB ekki hafa þörf fyrir Sputnik V bóluefni Rússa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 21:00

Rússneskur vísindamaður með Sputnik V bóluefnið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Breton, sem á sæti í framkvæmdastjórn ESB, segir að sambandið hafi ekki þörf fyrir rússneska Sputnik V bóluefnið því hægt sé að ná hjarðónæmi í álfunni með evrópskum bóluefnum. Breton fer með málefni innri markaðar sambandsins í framkvæmdastjórninni.

„Við höfum alls enga þörf fyrir Sputnik V,“ sagði hann í samtali við frönsku TF1 sjónvarpsstöðina.

Ummæli hans hafa vakið nokkra athygli í ljósi þess að framkvæmdastjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að það hafi gengið of hægt að bólusetja íbúa ESB-ríkjanna. „Í dag höfum við getu til að afhenda 300 til 500 milljónir skammta fyrir júní. Við eigum möguleika á að ná upp hjarðónæmi í Evrópu um miðjan júlí,“ sagði Breton.

Hann sagði jafnframt að ESB gæti, ef þörf krefur, aðstoðað Rússa við framleiðslu Sputnik V en Evrópa verði að vera í forgangi.

Í kjölfar viðtalsins birtust færslur á Twitteraðgangi framleiðanda Sputnik V þar sem Breton var sakaður um að hafa fyrir fram tekið neikvæða afstöðu gagnvart bóluefninu. „Ef þetta er opinber afstaða ESB ert þú beðinn um að tilkynna okkur um að ekki sé nauðsynlegt að halda áfram með samþykktarferli hjá Evrópsku lyfjastofnuninni vegna pólitískra fordóma þinna. Við höldum áfram að bjarga mannslífum í öðrum löndum,“ var skrifað.

Evrópska lyfjastofnunin byrjaði að leggja mat á Sputnik V í byrjun mars en það ferli getur síðan opnað fyrir markaðsleyfi bóluefnisins í ESB.

Fyrir helgi kom fram að framleiðendur Sputnik V hafa nú samið við fyrirtæki í Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi um framleiðslu bóluefnisins.

Vísindaritið The Lancet birti í febrúar rannsókn sem sýnir að Sputnik V sé öruggt bóluefni sem sýni rúmlega 90% virkni. 3,5 milljónir Rússa hafa fengið tvo skammta af bóluefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið