Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er ánægður með framlag Martin Ödegaard, síðan að hann gekk til liðs við Arsenal á lánssamningi frá Real Madrid.
Ödegaard kom til Arsenal í janúar og var lykilmaður í endurkomu liðsins gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en Arsenal lenti 3-0 undir.
„Ég tel að hann hafi átt framúrskarandi frammistöðu. Hann sýndi mikla snilli með því hvernig hann las leikinn og með þeim áhrifum sem hann hafði á leik okkar, enn og aftur sýndi hann okkur hversu mikið hann vill vinna,“ sagði Arteta um Ödegaard eftir leik gærdagsins.
Ödegaard, hefur spilað 12 leiki fyrir Arsenal og hefur haft góð áhrif á leik liðsins að mati Arteta.
Íþróttablaðamaðurinn Fabrizio Romano, greindi frá því í kvöld að forráðamenn Arsenal væru „mjög ánægðir“ með Ödegaard og að þeir vilji reyna kaupa leikmanninn.
Romano segir að Arsenal vilji hefja viðræður við Real Madrid eftir tímabilið.
Arsenal are “so happy” with Martin Ødegaard impact on the pitch as during trainings, they will try to keep him. Arsenal will talk with Real Madrid at the end of the season, Zinedine Zidane’s future will be key to take a final decision about Ødegaard. 🇳🇴 #RealMadrid #AFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 22, 2021