Sean Morrison fyrirliði Cardiff í næst efstu deild England lagði ansi mikið í sölurnar til að spila grannaslaginn gegn Swansea um helgina.
Morrison og félagar unnu granna sína 1-0 en mikil eftirvænting er þegar þessir erkifjendur í Wales eigast við.
Morrisson var með meiðsli í kálfa en öllu verra var sárið á hæli hans. Morrison hafði fengið stórt hælsæri sem versnaði verulega þegar leið á leikinn.
Hann harkaði hins vegar af sér og spilaði leikinn en þeir sem horfðu á, sáu að Morrison var verulega kvalin.
Eiginkona hans birti síðan mynd af sárinu og þar má sjá sárið, sárið var orðið ansi djúpt og sést nú í beinið þar sem sárið hafði opnast.
Mynd af þessu má sjá hér að neðan.