Gary Neville sérfræðingur Sky Sports er hissa á því að Ole Gunnar Solskjær hafi gert svo margar breytingar á liði sínu gegn Leicester um helgina. United féll úr leik í bikarnum í gær.
Leicester vann 3-1 sigur á Manchester United og vandræði Ole Gunnar Solskjær að vinna titla heldur áfram. Solskjær ákvað að byrja með Bruno Fernandes, Luke Shaw og fleiri lykilmemn á bekknum í gær.
„Þetta var alvöru tækifæri, ég veit að Ole Gunnar hefur gert þetta áður að breyta liðinu svona mikið. Þú sást að það var dregið í undanúrslit í hálfleik og sigurvegarinn fékk Southampton þar,“ sagði Neville eftir leik.
„Það er ekki gefins gegn Southampton í undanúrslitum en frábært tækifæri. Þessi leikmannahópur þarf að vinna bikar undir stjórn Solskjær.“
„Að enda í öðru sæti var í forgangi en nú þarf liðið að horfa á það að vinna titil, Evrópudeildin er það eina sem er eftir en þetta var gott tækifæri sem fór út um gluggann.“