fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Enn er leitað að fólki á gossvæðinu – Slæm veðurspá og mikil gasmengun – Skýr skilaboð frá lögreglunni – UPPFÆRT

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. mars 2021 07:08

Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er staðan sú að á bílastæðum, þar sem fólk hefur lagt bílum sínum áður en það gengur til gossvæðisins, eru þrír bílar, þar af er einn á þýskum númerum. Ekki er vitað um hvar fólkið úr þessum bílum er og er verið að leita að því.

RÚV skýrir frá þessu. Fram kemur byrjað sé á að reyna að hringja í fólk en ef ekki er svarað sé farið heim til þess. Ef ekki er svarað þá er byrjað að leita en sú leit er erfið því enginn veit hvar sé best að hefja leit.

Mikil gasmengun er nú á gossvæðinu og búið að loka því. Vonskuspá er fyrir svæðið í dag. Suðvestan hvassviðri eða stormur, 15 til 23 m/s. Dimm slyddu- eða snjóél og lítið skyggni. Hviður geta orðið allt að 30 m/s.

Uppfært klukkan 07:52

Í viðtali við Steinar Þór Kristinsson, hjá aðgerðastjórn Landsbjargar, á Rás 2 kom fram að búið sé að hafa uppi á fólki úr öllum bílunum nema einum og standi leit því enn yfir.

Uppfært klukkan 09:20

Búið er að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar til að fljúga yfir gosstöðvarnar til að athuga hvort eitthvað fólk sé þar í vandræðum. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi fólki skýr skilaboð í samtali við RÚV. „Það eru bara skýr skilaboð; ekki leggja inn á svæðið í dag. Þar er vont veður og mikil gasmengun,“ sagði Úlfar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu