fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Lyfjafyrirtækin reyna að „snúa hverjum steini“ í viðleitni sinni til að auka framleiðslu bóluefna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. mars 2021 05:25

Özlem Türeci og Ugur Şahin. Mynd:Biontech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gríðarlega flókið og erfitt verkefni og um leið mikilvægt að framleiða meira magn af bóluefnum gegn kórónuveirunni en nú er unnt. Að auki er ekki einfalt mál að flytja bóluefnin og dreifa þeim. En allra leiða er leitað til að auka framleiðslugetuna.

Þetta sagði Özlem Türeci, annar stofnandi og forstjóri BioNTech, í samtali við CNN. Hún sagði að fyrirtækið leiti nú allra leiða til að auka framleiðslugetu sína enda öskrar evrópski markaðurinn á meira magn bóluefna. En þetta er ekki auðvelt í framkvæmd og núna er stærsta vandamálið að þjálfa starfsfólk nægilega hratt. Á sama tíma reyna lyfjafyrirtækin að finna samstarfsaðila sem geti lagt sitt af mörkum í framleiðslu- og dreifingarkeðjunni.

Það bætir ekki ástandið að veiran stökkbreytist í sífellu og því hafa Pfizer/BioNTech þurft að fylgjast vel með hvort bóluefni fyrirtækjanna virki gegn þessum stökkbreyttu afbrigðum. Það virkar gegn bæði bresku og suður-afrísku afbrigðunum. Türeci sagði að það væri forgangsverkefni hjá BioNTech að finna út „hvaða afbrigði væri stærsta áhyggjuefnið“ og að vera undir það búin að geta brugðist við ef ný og enn hættulegri afbrigði verða til. Hún sagði að hin nýja og byltingarkennda mRNA-aðferð, sem bæði Pfizer/BioNTech og Modern nota í bóluefni sín, geri að verkum að ekki sé eins erfitt að laga bóluefnin að nýjum afbrigðum en samt sem áður verði að taka ný afbrigði veirunnar alvarlega en eins og staðan sé núna sé ekki ástæða til að óttast áhrif þeirra á bóluefnin.

Özlem Türeci og eiginmaður hennar, Ugur Sahin, hafa verið mikið í sviðsljósinu vegna bóluefnis Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni enda er fyrirtækið leiðandi í gerð bóluefnis gegn veirunni. Þau eru á sextugsaldri, eru á meðal ríkasta fólks Þýskalands, búa í lítilli blokkaríbúð í Mainz ásamt unglingsdóttur sinni og hjóla til og frá vinnu. Þau eru þekkt fyrir að einblína á vísindin og hafa á síðustu árum unnið hörðum höndum að rannsóknum á krabbameini. Vonast BioNTech til að geta þróað bóluefni gegn ýmsum tegundum krabbameina á næstu árum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Í gær

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn