Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu er að gera það gott í dansheiminum eftir að knattspyrnuskórnir fengu að fara á hilluna.
Rúrik er einn af keppendum Let’s dance, dansþáttaraðarinnar í Þýskalandi sem svipar til íslensku þáttanna Allir geta dansað.
Rúrik dansar þar með Renötu Lusin, atvinnudansara og hefur heldur betur verið að slá í gegn.
Í síðasta þætti þáttaraðarinnar þurfti dansparið að dansa Jive og hlaut í kjölfarið einróma lof fyrir frábæra frammistöðu.
„Stórkostleg frammistaða!“ sagði Joachim Llambi, einn af dómurum þáttanna, parið fékk 10 í einkunn frá öllum þremur dómurum þáttanna og það hefur aðeins gerst í þrígang áður er danspör hafa dansað Jive í þáttunum.