West Ham United tók á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Boðið var upp á fjörugan leik sem endaði með 3-3 jafntefli. Leikið var á London Stadium, heimavelli West Ham.
West Ham byrjaði leikinn mun betur. Strax á 15. mínútu kom Jesse Lingard, heimamönnum yfir með marki eftir stoðsendingu frá Michail Antonio.
Aðeins tveimur mínútum síðar kom annað mark West Ham í leiknum, það skoraði Jarrod Bowen eftir stoðsendingu frá Lingard.
Tomas Soucek bætti við þriðja marki heimamanna á 32. mínútu og staðan því orðin 3-0 fyrir West Ham og róðurinn ansi þungur fyrir Arsenal.
Á 38. mínútu varð Tomas Soucek, leikmaður West Ham, fyrir því óláni að skora sjálfsmark er skot Alexander Lacazette hafði viðkomu í honum á leið sinni að marki.
West Ham skoraði síðan annað sjálfsmark á 61. mínútu og staðan því orðin 3-2.
Alexandre Lacazette, jafnaði síðan metin fyrir Arsenal með marki á 82. mínútu og þar við sat.
Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli. West Ham er eftir leikinn í 5. sæti með 49 stig. Arsenal situr í 9. sæti með 42. stig.