Celta de Vigo tók á móti Real Madrid í spænsku knattspyrnunni í dag. Real var sterkara liðið og tók forystuna á 20. mínútu þegar Karim Benzema skoraði. Hann bætti síðan öðru marki við tíu mínútum síðar. Á fertugustu mínútu minnkaði Denis Suárez muninn og var staðan 1-2 í hálfleik.
Asensio skoraði þriðja mark Real Madri á 90. mínútu og lokastaðan því 1-3 Real Madrid í vil.
Real Madrid er í öðru sæti deildarinnar með 60 stig en Atletico Madrid er á toppnum með 63 stig.