Jón Daði Böðvarsson byrjaði á varamannabekknum hjá Millwall í dag þegar liðið tók á móti Middleborough í ensku fyrstu deildinni. Grant Hall skoraði sjálfsmark eftir um hálftíma leik og koma Millwall þar með yfir. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Jón Daði kom inn á 64. mínútu í staðinn fyrir Mason Bennet. Það breytti litlu og leiknum lauk með 1-0 sigri Millwall.