Eiginkona hans, Eliana Guercio, birti myndir af Romero á Instagram og skrifaði við þær: „Gettu hver er kominn?“ Hún leyfði fylgjendum sínum einnig að njóta myndbands af Romero að hoppa út í sundlaugina við heimili þeirra til að bjarga hundi upp úr.
Hún birti einnig myndir af hundunum að slást um athygli Romero og spurði: „Eru þeir hræddir um að hann fari? Þeir láta hann ekki vera.“
Samningur Romero við United rennur út í sumar og er gengið út frá því að hann yfirgefi liðið þá.
Fregnir hafa borist af því að United muni reyna að kaupa Emiliano Matrinez frá Aston Villa og losi sig við David de Gea.