Southampton tryggði sér sæti í undanúrslitum FA-cup áðan með öruggum 3-0 sigri á Bournemouth. Moussa Djenpo kom Southampton yfir 1-0 á 37. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks kom Nathan Redmond liðinu í 2-0.
Redmond bætti síðan öðru marki sínu við á 59. mínútu. Southampton hélt síðan forystunni til leiksloka og tryggði sér það með sæti í undanúrslitum keppninnar.