fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Réðst á mann í Hagkaup í Spönginni og hótaði að búta hann niður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. mars 2021 18:35

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ráðist á mann í Hagkaup í Spönginni í Grafarvogi, slegið hann í höfuðið og hótað að búta hann niður.

Atvikið átti sér stað í nóvember árið 2019. Rúmlega mánuði áður er maðurinn sagður hafa stolið hengilás og vettlingum á N1 bensínstöð við Ártúnshöfða.

Þá var maðurinn sakaður um að hafa, sama dag og hann réðst á manninn í Hagkaup, stolið úr búðinni farsímavörum og DVD mynddisk.

Hann var sakaður um yfir tíu brot í viðbót, mestallt búðarhnupl og fíkniefnavarsla. Meðal annars stal hann kassa af brómberjum úr versluninni Super 1 við Hallveigarstíg.

Listinn er langur en meðal annars er maðurinn sakaður um að hafa farið inn á starfsstöð HS Orku hf. við Svartsengi í Grindavík og stolið þaðan fartölvu að verðmæti 290.000 krónur.

Samtals er maðurinn ákærður fyrir 15 brot og játaði hann sök í þeim öllum.

Var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og til greiðslu sakarkostnaðar í málinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Í gær

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr